Yoga Arise

Einhver texti 

Fjölmörg námskeið og viðburðir í boði

Njóttu þess að ná tökum á líkama og sál

Hjá You Are eru fjölmörg námskeið og viðburðir í boði hvort sem er tengd jóga eða hugleiðslu. 

Sjá að neðan

Innileg öndun netnámskeið

Vilt þú taka þátt í 4 vikna net námskeiði þar sem þú lærir einfaldar og áhrifamiklar aðferðir sem bæta lífgæðin þín?

Hugleiðslustund

Komdu og leiddu vitundina í hverja einustu frumu og upplifðu Til-Veruna sem að þú ert ♥

Kakó - innilegt ferðalag

Tengjumst kjarnanum okkar í gegnum öndun, djúpnærandi tóna, slökun og leidda hugleiðslu.

Kjarnaræs

Í gegnum Jóga, öndun og tónlist ætlum við að stíga í styrkinn okkar og næra okkar innsta kjarna andlega og líkamlega.

Mjaðmaræs

Í þessu “Ræsi” færð þú tækifæri til að fara djúpt í mjaðmirnar þínar og losa um líkama og huga

Hryggsúluræs

Með því að viðhalda sveigjanlegum hrygg eykur þú ekki einungis blóðflæðið til hryggjarinns heldur í allan líkamann.

Við erum öll vitsmunaverur

Umsagnir

Sjáðu hvað aðrir segja

„Ég er svo ótrúlega glöð með að hafa skellt mér á 6 vikna grunnnámskeið í yoga hjá Arnóri. Hann opnaði augun mín fyrir hlutum sem tengdust líkama mínum sem ég hafði aldrei spáð í áður og fyrir það er ég honum afar þakklát. Ég hef alltaf verið hrifin af yoga en aldrei náð tilgangi önduninnar almennilega fyrr en núna! Einnig kynnti hann mér fyrir Wim Hof og fleiri gersemun sem Primal hefur upp á að bjóða – spennt að prófa fleiri nýja hluti “
Bergdis Lif Eyjolfsdottir

„Fór í ‘Snjóga’ hjá Arnóri þar sem við gerðum Wim Hof öndunaræfingar og fórum svo út í snjóinn að gera yoga á yogadýnum!
Frábær upplifun og hann leiddi okkur vel í gegnum þetta. Þægindaramminn var skemmtilega víkkaður og að læra að njóta og nýta kuldann er mikil lífsgjöf.
Hlýr og þægilegur leiðbeinandi, sem virkar vel í kuldanum!“

Stefán Ívars

Ég er búin að vera á Öndunarnámskeiðinu hjá Arnóri í april og það var alveg frábært en að sjálfsögðu þarf maður að iðka það sem er kennt. Ég féll algjörlega fyrir Wim Hof önduninni og geri hana einu sinni til tvisvar á dag, mér finnst ég orkumeiri og glaðari…vonast lika til að ég losni við asmann. Takk fyrir mig Arnór
Halla Matthildur

Ég get ekki mælt nógu mikið með einkasession hjá Arnóri í fallegri náttúruparadís þar sem hann býr rétt fyrir utan borgina.
Hann hefur sérstakann hæfileika og færni í að halda rými á meðan á djúpu heilunarferli stendur.
Cacao, ásetningur, leiddar öndunaræfingar, hljóðheilun tíbetskra söngskála og vefjalosun og útkoman er algjör endurnæring sálar og líkama.

Þóra Hlín Friðriksdóttir

Er kominn tími á breytingar?

Hafðu samband við okkur eða finndu það námskeið eða tíma sem hentar þér